| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Oddur er riðinn út á Bakka


Um heimild

Sögn Jóns Sturlusonar í Fljótshólum (systursonar Gests)


Tildrög

Oddur Þórðarson var vinnumaður á Hæli og fór marga ferðina fyrir Gest. Eitt sinn þegar hann reið úr hlaði, stóð Gestur á stéttinni hjá Margréti konu sinni og kastaði fram vísunni.
Oddur er riðinn út á Bakka,
einn ég stend við þína hlið.
Eigum við ekki að eiga krakka,
- ættarlauk fyrir mannkynið.