| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Þegar Kaupfélag Árnesinga hóf uppskipun á Eyrarbakka, fékk Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri gamlan uppskipunarbát úr Reykjavík, sem kallaður var Grútur. Þurfti að þétta hann fyrir notkun.
Egill laus við sorg og sút
seigur enn sem forðum,
keypti að sunnann gamla Grút
sem genginn var úr skorðum.

Upp í slippinn fór hann fyrst
og fann þar efnisvörðinn,
þar sem Torfi af töfralist
tróð í stærstu skörðin.