Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Regnið æðir rekkum blæðir

Flokkur:Samstæður


Tildrög

Óþurrkasumarið 1939
Regnið æðir, rekkum blæðir,
rýrna gæði töðunnar,
vatnið flæðir, voðinn hræðir,
vosbúð mæðir stúlkurnar.

Kvelur mengi, kæfir engi
kreppa að þrengir búandlýð,
Skyldi lengi, láðs um vengi
leika á strengi þessi tíð.

Rosinn þreytir lýði lands
lítil von hann batni.
Eg óska honum til andskotans
með öllu sínu vatni.