| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Hjá mér þiggðu heilráð fín


Tildrög

Þessar vísur gaf Brynjólfur Guðmundi Bjarnasyni í Túni, þá 7 ára, í forskriftarbók árið 1882.
Hjá mér þiggðu heilráð fín
hjörvaryggur blíði.
Vertu tryggur vinum þín
sem varnar hryggð og stríði.

Stundaðu ætíð sómasið
sverða mætur börinn,
orða gætin alla tíð
oft það bætir kjörin.

Lifðu mæðu allra án
ungur bangalundur.
Brynki vill þitt besta lán
Bjarnason Guðmundur.