| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Kveðið um heimilsfólkið í Hruna. Kamilla (1849-1933) var kona séra Steindórs. Börn þeirra, Ella, Jói og Nonni voru Elín Briem (1881-1965) húsfreyja í Oddgeirshólum, Jóhann Kristján Briem (1882-1979) prestur á Melstað í Miðfirði og Jón Guðmundur Briem (1884-1968) bóndi á Galtastöðum í Flóa og umsjónarmaður í Reykjavík. Hitt fólkið er vinnufólk, sem öllu er gerð grein fyrir í heimildinni.
Steindór prestur með penna sat,
pilsið Kamilla saumað gat,
Ella var ein að reikna.
En litli Jói las á bók,
lykkju hún Manga og Ína tók,
Nonn’ hafði nóg að teikna.
En Gísli hár af hrossum spann,
í hnappheldur Jón lyppti og vann,
Einar var voð að vefa.
Helga og Sigga sátu við rokk,
smjörið hún Margrét tók af strokk,
Guðrún var kaffi að gefa.