| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Heyrði ég tala Dag í dag

Bls.75


Um heimild

Viðtalsbók


Tildrög

Dagur Brynjúlfsson, síðar bóndi í Gaulverjabæ, var um vetrartíma á yngri árum eftirlitsmaður Nautgriparæktarfélags Hrunamanna. Hann ferðaðist milli bæja og vigtaði fóður og mjólk úr kúnum.  Á fundi um vorið gerði hann grein fyrir störfum sínum og þakkaði ágætar viðtökur. Það hefði bara verið eitt að, sem bitnað hefði á sér sem gesti þeirra: Það væri hvergi hægt að skíta, - enginn staður til þess !
Heyrði ég tala Dag í dag,
dundi undir þinghúshvelfing,
ræðan hrundi slag í slag,
sló á fólkið ógn og skelfing,
er það heyrði að hvað amar,
aðeins: fólkið vantar kamar.