| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Sæl væra eg

Bls.67


Um heimild

Vísan er úr Bárðarsögu Snæfellsáss

Skýringar

Vísuna kveður Helga kominn til Grænlands, eftir að hafa rekið þangað frá Snæfellsnesi á ísjaka, sem henni hafði verið hrint út á af Rauðfeldi Þorkelssyni frænda sínum í kappleik.
Ekki er hér tekin afstaða til þess, hvort persónur og atburðir í Bárðarsögu séu raunverulegir eða skáldaðir.
Sæl væra eg
ef sjá mætti
Búrfell og Bala
báða Lóndranga
Aðalþegnshóla
og Öndvertnes
Heiðarkollu
og Hreggnasa
Dritvík og Möl
fyrir dyrum fóstru.