| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Hér um sveitir heyra má


Um heimild

Vísurnar birtust í héraðsblaðinu Suðurlandi, án þess að höfundar væri getið, en Bjarni í Króki gekkst við því að vera höfundurinn.


Tildrög

Opnuviðtal um hestamennsku, pólitík og fleira, birtist við Kristinn í Halakoti í héraðsblaðinu Þjóðólfi, ásamt mynd af honum á hestinum Glæsi.
Hér um sveitir heyra má
hrynja björg úr fjöllum
þegar Kristinn þeysir á
Þjóðólfs-Glæsi snjöllum.

Glæsir síst á gæðin spar,
glettinn, ör í lundu.
Yfir feril Framsóknar
fer sem slétta grundu.

Glæsir þegar flýtir för
fætur hefur slynga.
Hrasar ekki um heimskupör
hernámsandstæðinga.