| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Sýnist Steinn á svipinn forn


Tildrög

Steinn Þórarinsson í Fossnesi í Gnúpverjahreppi var fróður um örnefni og kennileiti á afrétti Flóa- og Skeiðamanna og sögumaður góður. Hann fór eitt sinn í eftirleit  á afréttinn með fjallmönnum úr Flóa og af Skeiðum og var Bjarni í Skeiðháholti einn þeirra. Hann kunni vel að meta frásagnarsnilli Steins. Þegar komið var í náttstað og Steinn farinn að segja sögur flutti Bjarni honum vísurnar
Sýnist Steinn á svipinn forn
silfrað hár og bráin grá .
Á sögum mettar mannskap vorn
meitluð er hans frásögn þá.

Glögga þylur lýsing lands
leiftra augu, bendir hönd.
Kortlögð eru í höfði hans
holt og fjöll um réttarlönd.