| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Eggert Jónsson var sonur Jóns Jakobssonar sem eignaðist hann fyrir hjónaband. Eggert varð svo vinnumaður hjá föður sínum á Bergþórshvoli sem þá var kvæntur ríkri ekkju og gestrisinni mjög. Voru stundum margir sumargestir hjá þeim hjónum á Bergþórshvoli svo að Eggert þótti nóg um og orti vísuna.
Á Bergþórshvoli er bruggað deig,
 ber það marga keima.
 Þegar standa þrír á teig
 þrettán eru heima.