| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Ort eftir sjónvarpsfund með forsetaframbjóðendum í aðdraganda kosninga 1980. Þar var  gengið hart að Albert Guðmundssyni og hann spurður hvort líta bæri á það sem dæmi um virðingu hans fyrir lögum og reglum að hann ætti hund í trássi við fyrirmæli sem banna hundahald í Reykjavík. Albert vék sér undan svörum
Svimaháa sæmd má dreyma.
Sumir vaða reyk.
En Albertshundi ei má gleyma
eftir þennan leik.