Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þér er töm sú lífsins list

Þér er töm sú lífsins list
að létta öðrum sporið.
Fyrir sextíu árum sástu fyrst
sólskinið og vorið.

Þér mikils virði er mosatóin,
sem myndar líf á nöktum steinum
þó aldrei verði grasi gróin
gatan heim að bænum þínum.