Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fyrst menn létu hann lifa um bil

Höfundur:Höfundur ókunnur
Flokkur:Samstæður
Fyrst menn létu hann lifa um bil
líkjast djöfli snauðum
gera munu þeir, get ég til
guð úr honum dauðum.

Löstunum á oss logið er
lífs á meðan varir töf
en dyggðunum þegar dánir vér
dysjaðir hvílum lágt í gröf.