| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Brjóstin sé ég hraust og há

Bls.363


Tildrög

Þorsteinn var ásamt fleirum á ferð frá Héraðsvötnum austur eyrarnar í Austurdalnum og yfir í Norðurárdal. Þoka var á og sást ekki til hamra upp af brekkunum í dalnum. Glaðasólskin kom er Þorsteinn hafði farið með vísurnar og kallaði hann þær ákvæðavísur. 
Brjóstin sé ég hraust og há
hlýju og fegurð tóma.
En hvar er háls og andlit á
öllum þessum ljóma?

Takið þið þessa þoku frá
þúsund duldra brúna.
Ég fæ ykkur ekki að sjá
ef mér bregst það núna.