Heimþrá | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Heimþrá

Fyrsta ljóðlína:Heim yfir hæð og sund hugurinn fer
Viðm.ártal:≈ 1930–1950
Tímasetning:1940
Heim yfir hæð og sund hugurinn fer.
Handan við fjöll og fjörð friðland mit er.
Burtu frá borgarys,
burtu frá strætaþys,
hraðfleygan huga minn heimþráin ber.

Forðum þar sæll ég sat, sunnan við hól
á ég mér alla tíð athvarf og skjól.
Allt sem ég elska mest,
er mér í huga fest,
þar sem mín bernskubyggð, brosir við sól.