Í móanum | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Í móanum

Fyrsta ljóðlína:Hugljúf er þögnin, krían kúrir um stund
Heimild:Goðasteinn.
bls.Ár 2003
Viðm.ártal:≈ 1950–2000
Hugljúf er þögnin, krían kúrir um stund
komið er lágnætti, spói á vappi við hreiður.
Hestar við lækinn sofa á grænni grund,
gola frá hafi strýkur sóleyjarbreiður.

Við sólarupprás er söngurinn hafinn á ný,
samkórinn mikli lætur þá til sín heyra.
Morgunstemmingin máttug og glöð af því
að margradda tónar berast að þínu eyra.

Og móinn verður litríkur ljúfan dag,
því lyngið blómgast snemma í sínu rjóðri.
Rauðbrúnir angar, kræklur með kunnum brag.
Hin kyrrláta fegurð leynist í smáum gróðri.