Aldamótin 2000-2001 | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Aldamótin 2000-2001

Fyrsta ljóðlína:Syngjum er ljúfust lækkar sól
Viðm.ártal:≈ 2000–2001
Syngjum er ljúfust lækkar sól
lofsöngvum henni svörum.
Svífur hún burt sem okkur ól
öldin sem er á förum.
Ný veri góð
næstu kynslóð,
-minnki mengunarvaldar.
Biðjum þess nú,
bjartsýn í trú,
síðasta árið aldar.

Syngjum er hækkar himnaglóð,
heilsar þá öldin nýja.
Örara rennur æskublóð,
aldar mun verkin knýja
Gamla var góð,
-geymum í sjóð
minningamyndir valdar.
Hana við klökk
kveðjum með þökk,
nýrrar við upphaf aldar.


Athugagreinar

Lag: Sálmur nr.532, ,,Gefðu að móðurmáið mitt"