Í Laugardælum | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Í Laugardælum

Fyrsta ljóðlína:Hjá Guðmundi í Laugardælum gleði er í höll
Höfundur:Valdimar Briem
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Hjá Guðmundi í Laugardælum gleði er í höll
glymja hlátrasköll
og prestar og Levítar láta þar sem tröll
en læknirinn verstur er allra.
2.
Spánýtt er mungátið en meðulin forn
mygluð piparkorn
en meðalagutlinu hent er út í horn
því hjartanlega á katlinum sýður.
3.
Á Guðmundi lækni af gleði andlit skín
girnist brennivín.
þó einkum yfir toddý hann innilega gín
en engin þolir drykkinn nema klerkar.
4.
Guðmundur læknir er lítið eitt hýr
hann er lagardýr.
Hann mixtúru úr vatni og wiskýi býr
og veikum í stórskömmtum gefur.
5.
Í Laugardælum aldrei með ýtum er fátt
ekkert hrátt né þrátt,
þá aðrir brosa dátt, hlær húsbóndinn svo hátt
að heyrist um tuttugu rastir.
6.
Í púnskollum glamrar og pillur fljúga um borð
plástrana hjá lord.
Ef einhver segir meinleg og ,,malisiös„ orð,
glottir þá Guðmundur læknir.
7.
Fúl er hún Ölfusá, því Flóanum hjá
ferleg rennur á.
En fúlla er á glösunum Guðmundi frá.
- Ég meina aðeins meðalaglösin..


Athugagreinar

Guðmundur Guðmundsson (1853-1946) í Laugardælum var læknir í Eyrarbakkahéraði frá 1877-1895. Fékk þá veikindaleyfi vegna slyss á ferðalagi. Starfaði síðar aftur á Stokkseyri, en fékk veitingu fyrir Stykkishólmi 1901.