Þjóðvísa | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Þjóðvísa

Fyrsta ljóðlína:Er sólin hvarf bak við háu fjöllin
bls.Handrit á tölvutæku formi
Viðm.ártal:≈ 1950
Er sólin hvarf bak við háu fjöllin
og höfgi sveif yfir blómavöllinn
stóð huldumeyja við Háastein
og heillaði ungan mennskan svein.

Þau hittust oft upp hjá Háasteini
og hjartað barðist í ungum sveini
en þokan huldi hvern hlýjan væng
og hún var línið í þeirra sæng.

En gæfan brást hinum bjarta sveini,
hann beið eitt kvöld upp hjá Háasteini,
en huldumeyna var hvergi að sjá
hjarta hans fylltist af kvíða og þrá.

Og hennar beið hann á hverju kveldi
uns himininn ljómaði af morguneldi.
En hans ei rættist hin heita þrá
hann huldumeyna ei framar sá.