Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Gamalt ljóð

Fyrsta ljóðlína:Leið mín lá, um land fagurt
Viðm.ártal:≈ 1950
Leið mín lá
um land fagurt.
Brattir ásar
til beggja handa
skógi vaxnir
uns skriðgrýti
stöðvar burkna sem björk.

Steig ég af baki
við stein háan.
Spretti hnakki
af sporléttum.
Fleygði mér síðan
í fang jarðar
laut blágresi búna.

Barst mér að vitum
- sem blíðyrðum
andi frá vörum
ástvinu -
ilmur jarðar
áfengur
sem vín Langbarðalands.

Leið mér yfir augu
ljúfur draumur
Birtist mér þá hún
sem heitast ann ég
Rétti hún mér mund sína
mjallahvíta
kraup ég og kyssti heitt.

Gengum við saman
um graslendur.
Tíndum smáblóm
í smæruhlíð.
Nam röðull
við náttstað
nutumst í næturkyrrð.

Stóðum við brátt
á strönd víðri
Greip hana þá óró
og örvilnan
Lagðist hún til sunds
frá landsteinum
hvarf mér í næturhúm.

Hrópaði ég
og hana bað
aftur að snúa.
Án árangurs.
Bað ég guð af alhug
að mér aftur gæfi
ást mína, lífs míns líf.

–-
Berast fley
um blávoga
sveipuð gullslikju
sólheima.
En önnur brotna
á bölskerjum.
Skolar líkum á land.