Hreppafjöllin | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Hreppafjöllin

Fyrsta ljóðlína:Hreppafjöllin fagurblá
bls.10
Viðm.ártal:≈ 1950
Hreppafjöllin fagurblá
fannir hvítar skreyta.
Viljirðu fegri veröld sjá
víða máttu leita.

Margir leita byggð úr byggð
að blómi auðnu sinnar
en vertu heima og haltu tryggð
við hjarta fóstru þinnar.

Gæfublómin brosa hér
blítt á hverri þúfu.
Fóstri allt sem fagurt er
fjöllin okkar hrjúfu.

Hreppafjöllin halda vörð
hver fær skjól sem biður.
Hér er öllum heimil jörð
hér er sól og friður.