Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Brúðkaupsvísur

Fyrsta ljóðlína:Mæra feðramóðir
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Sungið við lagið „Vængjum vildi ég berast“ á brúðkaupsdegi Ragnhildar Bjargar Halldórsdóttur (1855-1923) og Halldórs Stefánssonar (1877-1971) alþingismanns, 1.desember 1900.
Halldór og Hákon voru skólabræður frá Möðruvöllum og sungu iðulega saman tvísöng.
Mæra feðramóðir
er margan frægan hal
hefur áður alið
við unni, fjöll og dal.
Horf þú himni móti
hvörmum bláum enn
blítt með bros á vörum
og blessa fljóð og menn.

Þig æ göfga gleður
er góður sveinn og víf
tengja hönd og huga
og helga þér sitt líf.
Best þér bænda hendur
þín blóðgu græða sár
ef með efldum vilja
er unnið daga og ár.

Heill sé manni og meyju
um munar blíðu vor
sem nú saman ganga
á samleið fyrstu spor.
Heil þau lengi lifi
á lífsins rósabraut
æ um ævidaga
þeim auðna falli í skaut.

Eflist dáð og dugur
með drengjum þessa lands.
Hefjist hönd til starfa
’ins hugumstóra manns.
Fram til vegs og frama
vor feðramóðir kær.
Meðan lífs þú lifir
og lauf á kvisti grær.