Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Hvað er hér á seyði?

Fyrsta ljóðlína:Hvað er hér á seyði?
Viðm.ártal:≈ 1950
Hvað er hér á seyði?
Hvað er nú að verða?
Suður um sveit og heiði
sást til mannaferða.
Hvergi er hryggð á vegi,
hvað mun þessu valda?
Skýrt ég skötnum segi
skemmtun á að halda.

Félag ungmennanna
ætlar lítinn tíma
magna gleði manna
meðan dvelur gríma.
Fyrst það fram vill þylja
fljóð og ítar snjallir.
Velkomnir sem vilja
verið með oss allir.

Nú skal fýlu farga
fargist allt hið lága.
Burt hið illa og arga,
upp hið göfga og háa,
burt með deyfð og drunga,
dvelji hann hjá oss eigi.
Æskufjörið unga
öruggt haldi vegi.

Látum lifa og brenna
ljósin fyrir alla.
Ei skal gleði grenna,
glatt sé nú á hjalla.
Nú skal lifna lundin
lestir fara í mola.
Nú skal bræðra bundin
bönd sem kunna að þola.

Strengjum heit og störfum
stöðugt að því góða.
Ei af hólmi hörfum
hart þó gerist bjóða,
meðan dagsól dvelur
dökkum skýjum yfir.
Fari ekki í felur
fagurt það sem lifir.

Vaxi dáð og dugur
dyggvum félagsmönnum.
Starfi hönd og hugur
heillum þess að sönnum.
Meðan frónið fanna
frjóvgar dögg yl þrungna
félag Ungmennanna
aukist Biskupstungna