Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Herdísarvíkur-Surtla

Fyrsta ljóðlína:Nú er Surtla fallin frá
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Hlín Johnson hafði allstórt fjárbú í Herdísarvfk, einkum þó eftir lát Einars Benediktssonar 1940, en í Herdísarvík hafði hún búið honum heimili síðustu æviár hans. Svört ær í eigu hennar varð frægust íslenskra sauðkinda á síðari tímum. Hún gekk árum saman sjálfala í Herdísarvíkurfjalli, uns boð kom frá yfirvöldum um að hún skyldi aflífuð eins og gert hafði verið við annað fé Hlínar og reyndar fjárstofninn allan í þeim landshluta, sökum sauðfjárveikivarna.
Örðuglega gekk að handsama Surtlu og á árinu 1952 gerðu   MEIRA ↲
Nú er Surtla fallin frá
frægt mun vara lengi
hversu marga Ísland á
ennþá hrausta drengi.

Ei var Surtla ægileg
í útliti né háttum
En þótti ei heimsókn þægileg
þá varð kveðjur fátt um.

Frjáls um lífsins fór hún veg
fátt sér vann til saka
Lifandi hún lét ei sig
léttadrengi taka.

Hennar sök var helst í því
að hlýða ekki kalli
kroppa gras og klifa í
Krísuvíkurfjalli.

Henni var til höfuðs sett
hreint af engum rónum
tvö þúsundin talin rétt
af traustum Íslands krónum.

Er það fréttist fóru á lall
á fótum þegi loppnum
garpar þrír og gengu á fjall
gráir fyrir vopnum.

Vanir þeir í vopnagný
vel sitt mátu gildi.
Byssuhlaupin bitu í
sem berserkir í skildi.

Víst þó engin veit þess skil
og var ei siður löngum
að bera með sér byssur til
að bana fé í göngum.

Vildi kind á fæti frá
frjálsa kjósa vegi.
Sjálfsagt hana þótti þá
að þreyta en drepa eigi.

Hér er háttur annar á
orðin nú á dögum.
Kind sem er á fæti frá
felld skal verða að lögum.

Virðar gengu víða á fjöll
víst sér griða ei báðu.
Kíki báru og þau öll
yfirvega náðu.

Loks þeir Surtlu fundið fá
fjalls við háar skriður.
Höfðu aðrir hana þá
hrakið þangað niður.

Þá sem hana hafa elt
hingað má ei gruna
um að hafa að foldu fellt
fjalladrottninguna.

Hinir þrír með höppin sein
hvergi í ráðaþroti
skothríð hófu og hetjan ein
hitti í þriðja skoti.

Hér eru rofin heilög vé
hreint af fullri sinnu,
en gott æ þykir fengið fé
fyrir litla vinnu.

En hér fá það allir séð
og það játa hljóta
að þeir eignast fljótast fé
sem fimir eru að skjóta.

Surtla lá nú sigruð þar
sig þó stóð með prýði.
Hraustu lífi lokið var
líka hörðu stríði.

Í skammdegi Ísalands
öllum fjarri ljósum.
Aldrei lífið útlagans
átti beð á rósum.

Meðan kjötið köppum hjá
kraumar yfir glóðum
Surtlu andi sveimar á
sínum fornu slóðum.