Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Haustljóð 1949

Fyrsta ljóðlína:Nú er haust
Viðm.ártal:≈ 1950
Nú er haust
Hvassri raust
heyrist vindur ljóða
Hverfur þor
hríma spor
horfið vorið góða.

Verður kalt
kólnar allt
kaldur stormur þýtur
Beygir blóm
byrstir róm
blöð af leggjum slítur.

Víkur ljós
visnar rós
vonir margar blikna
Drjúpir sál
dofnar mál
daprast þráin svikna.

Haldin jól
hækkar sól
hjartað gleði finni
Vaxi ljós
vakni rós
vetrarkvíða linni.