Þula | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Þula

Fyrsta ljóðlína:Ég vildi yrkja um þig brag
Viðm.ártal:≈ 1950
Ég vildi yrkja um þig brag
úti syngur gatan lag
eftir langan liðinn dag
ljúft er hvíld að þiggja.
Ferð á klæði um fagran heim sér tryggja.
Ennþá man ég augun þín
þau eru leiðarstjarnan fín
rennur, rennur rekkja mín
rennur draumaleiðir.
Allir dagar eru þar svo heiðir.
Man ég bjarta brosið þitt
birta skín um þelið mitt
og við heiminn er ég kvitt
ein hjá minningunum.
Geymist margt frá góðu kynningunum.
Hugur geymir gleði og harm
geymir mynd af þínum barm,
man ég vöxt og man ég arm
man ég hárið dökkva.
Þín ég minnist þegar fer að rökkva..
Aldrei mun þig oftar sjá
aðeins fæ að sakna og þrá
fljúga um loftin björt og blá
bara þrá og dreyma.
Fljúga á klæði í fagra draumaheima.
Óska ég að yndi og vor
elti þig við hvert eitt spor
að þér fylgi ást og þor
alla daga þína.
Blærinn mun þér bera kveðju mína.