Afmælisósk til Ríkharðs Jónsonar | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Afmælisósk til Ríkharðs Jónsonar

Fyrsta ljóðlína:Heillavættir hylli
Viðm.ártal:≈ 1950
Heillavættir hylli
höld á degi og kvöldi.
Snjalla andans snilli
snjáist ei né máist.
Yngi Íslands drengi
andi þinn í landi
Syngi á sigurstrengi
söngvadísin löngum.


Athugagreinar

Guðlaug var um tíma vistráðin á heimili Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara. Tókst með þeim góður kunningsskapur, sem hélst meðan bæði lifðu. Þetta afmæliskvæði er frá sextugsafmæli Ríkharðs árið 1948.