Kvöldvísur | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Kvöldvísur

Fyrsta ljóðlína:Átti hlýja ástardrauma
Viðm.ártal:≈ 1950
Átti hlýja ástardrauma
æskudaganna.
Finn ég ennþá fagra strauma
fornu laganna.

Arfi vex nú einn í garði
æskurósanna
Lítið varð úr yndisarði
ástarljósanna.

Komið er nú kul að hjarta
kalt á hlóðunum.
Ennþá man ég eldinn bjarta
yl frá glóðunum.

Löngum skjól á lífsins heiðum
léðu draumarnir.
Eyddust burt á ævileiðum
orkustraumarnir.