Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Kvöldvísur

Fyrsta ljóðlína:Átti hlýja ástardrauma
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Tregaljóð
Átti hlýja ástardrauma
æskudaganna.
Finn ég ennþá fagra strauma
fornu laganna.

Arfi vex nú einn í garði
æskurósanna
Lítið varð úr yndisarði
ástarljósanna.

Komið er nú kul að hjarta
kalt á hlóðunum.
Ennþá man ég eldinn bjarta
yl frá glóðunum.

Löngum skjól á lífsins heiðum
léðu draumarnir.
Eyddust burt á ævileiðum
orkustraumarnir.