Nafnagátur | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Nafnagátur

Fyrsta ljóðlína:1. Situr á grein og syngur stef
bls.22
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Á bænum var tvíbýli og dvöldu þar margir unglingar um lengri eða skemmri tíma. Nöfn margra þeirra og þriggja af fjórum húsbændum eru falin í vísum þessum.
Drengir:
1.
Situr á grein og syngur stef
2.
Safnar efni nýtu
3.
Aldna flutt og unga hef
4.
Eignarfall af spýtu
5.
Þær sem engir eru hjá
6.
Oft á veggjum situr
7.
Heitir dagur sunnu sá
8.
Sagður spaði bitur
9.
Heitir annar húsbóndinn
hópur kvenna og manna.
10.
Safn af númer sex er hinn
sömu kviðlinganna.
Stúlkur:
1.
Flyt í tónum unaðsóð
2.
Ekta ránfugls kvinna
3.
Ég er hin fornu frægu ljóð
4.
Fluginu mun ég sinna.
5.
Eignarfall af fuglahóp
6.
Fiska marga geymi
7.
Ú rifi fyrst mig faðirinn skóp
8.
Fram úr kletti streymi
9.
Heitir önnur húsfreyjan
herra lífs og klettar.
Hinnar ekki heiti man.
Hvort eru gátur réttar ?


Athugagreinar

Ráðning:
Drengir:
1.
Þröstur. 2. Birgir, 3. Vagn, 4. Viðar, 5. Einar, 6. Steinn, 7. Helgi, 8. Páll, 9. Lýður, 10. Steinar.
Stúlkur:
1.
Gýgja, 2. Erna, 3. Edda, 4. Erla, líka Svala 5. Svana, 6. Unnur, 7. Eva, 8. Berglind, 9. Guðbjörg.