Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Syrpa (hluti)

Fyrsta ljóðlína:Dýrt var þá ljósmeti og lítið um glugga
Viðm.ártal:≈ 1950
Dýrt var þá ljósmeti og lítið um skugga
ljórinn á þekjunni dugði ekki par.
Allsstaðar mórar og skottur í skugga
skelfing var dapurlegt mannlífið þar.
Oft var þess beðið með óþreyju þá
að inn kæmi ljósið á kolunni þá.

Frá því að Drottinn með almættisorðum
ávarpið flutti og boðaði ljós
hefur víst ýmislegt álpast úr skorðum
eitt er þó staðfest og verðskuldar hrós
að dimmasta örófi aldana frá
er eilíf og stöðug til ljóssins vor þrá.


Athugagreinar

Þetta eru 2 erindi úr lengri syrpu og fjallar um tímann fyrir rafvæðingu.