Vetrarkoma | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Vetrarkoma

Fyrsta ljóðlína:Á veldisstólinn vetur sest
bls.167
Viðm.ártal:≈ 1950
Á veldisstólinn vetur sest
í verðrahöll
og krýnir háar heiðarbrúnir
hvítri mjöll.

Hríðardans um hauður freðið
hefja kann.
Vetrarkvíða í veikum brjóstum
vekur hann.

Opnar Norðri, æðsti þjónninn
allar dyr.
en Suðri hættir sókn og kýs
að sitja kyrr.

Austri og Vestri einnig hika
og una við
að hlýða á Norðra heljarferð
um hallarsvið.

Hríðin ólmast, herðir frostið
hvítnar frón.
Ægir drynur undir þungan
organtón.

Slotar veðri, storminn lægir
stórhríð dvín.
Um mildingshöllu mánaljósið
mjúklátt skín.

Hilmir stundum hljótt og stillt
um höllu fer
og grefur skraut með listalagi
á ljóragler.

Sýnir enginn sjóli fegri
salartjöld
en stjörnum prýdda himinhvelfing
heiðrík kvöld.

Vertu öllum vetrum betri
vísir hár.
Geymast mun á góðum bókum
gengið ár.