Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Taumhaldstíðindi

Fyrsta ljóðlína:Bændunum í sveitinni brá víst mjög í haust
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1979
Bændunum í sveitinni brá víst mjög í haust
þá barst það út að hreyfing skyldi vakna
og konur hefðu ákveðið að gera taumhald traust
sem tekið væri furðu víða að slakna.

Ekkert þýðir mönnum að ætla sér í glaum
að Evudætrum hyggja neitt á gægjum
því höfuðleður ágæt og traustan lipran taum
til taks er nú að finna á ýmsum bæjum.

Fokið þótti körlum í flestöll skjól á jörð
er fréttist það að sennilega ætti
að nota á þá snotra og trausta teymslugjörð
sem tregir væru og þungir mjög í drætti.

Um innanbæjarverkin þarf ekki að kvíða því
að ekki verði flest í góðu lagi
því frúrnar munu standa ístöðunum í
og ólarnar af frábærlegu tagi.


Athugagreinar

Konurnar í Hraungerðishreppi efndu til námskeiðs í reiðtygjagerð. Gerðu þær sér múla og tauma og jafnvel gjarðir og beisli.