Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Heilsufarslýsing

Fyrsta ljóðlína:Held mér varla vakandi
Viðm.ártal:≈ 1
Held mér varla vakandi,
til verka lítið takandi.
Heyrn og sjón fer hrakandi,
í hrygg og leggjum brakandi.

Í hugsun úti akandi
öllum tökum slakandi.
Mér svo áfram mjakandi,
mæðu frá mér stjakandi.
 
Sjálfan mig ásakandi,
sífeIlt vanda bakandi.
Berst sem laufið blakandi
byrðin elli er þjakandi.
 
Ef ég fengi úr því bætt,
efalaust mig gæti kætt.
Öllu mæðu masi hætt
meðan er á fótum stætt.