Bændavísur um Fljótshlíð 1916 | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Bændavísur um Fljótshlíð 1916

Fyrsta ljóðlína:Flyti um byggðir bragur nýr
Viðm.ártal:
Flyti um byggðir bragur nýr
bragnar geri  heyra,
orðum gyðjan hróðrar hýr
hvísli mér í eyra.

Fjórar hendur fáeinar
fólk að hressa um vökur,
framleiðendum Fljótshlíðar
fæ ég þessar stökur.

Það vel tekur þjóðin svinn
þess ég frekast vona.
Bændaóður ortur minn
er og hljóðar svona :
 
Einn ég þekki efnismann
Úlfar, Jóni getinn,
veit ég fjöldinn virðir hann.
Vel er jafnan metinn.
 
Til hins góða er Tómas fús
trygg er lund í honum.
Hreppstjórans er hitta hús
hrósa viðtökunum.
 
Guðmundar svo geta má,
góðu aldrei hafnar,
i Háamúla hefir sá
hygginn auði safnað.
 
Að annast búið Árkvarnar
ungur Páll er talinn
allra bezta efni þar
er í bónda valinn.

Auðunnar sem merkismanns
munu flestir geta,
og í sporin oddvitans
erfitt mun að feta.

Glöggt svo Árna get með sann
góðum helzt í ræðum,
færri munu fremri en hann
finnast menn að gæðum.
 
Túbals þjóðin þráir fund
þá mun fjöldinn róma
hreinlætis og höfðingslund
honum er til sóma.
 
Hlýtur dóma holla að von
hvar sem um er ræddur,
er hann Árni Ólafsson
orku og stilling gæddur.
 
Í Nikulásarhúsum hann
hirðir sitt aðsætinn
Pál ég meina prúðan mann
pössugan og gætinn.
 
Það er tíðum þeim í rann
þrekið víða kennda,
viðmótsþýðan hygg ég hann
Helga á  Hlíðarenda.
 
Í Hallskoti er hönd órög
hreysti og dugnað meður,
í fjallgöngur og ferðalög
finnst hann Þorsteinn séður.
 
Hefir hlotið happakjör,
hans það búi sér á
áður meður afarfjör
Árni á  Neðri-Þverá.

Á Háu-Þverá Björgvin býr
bezt er hann að finna
vilji einhver  verkin dýr
vel af hendi inna.
 
Í Deild með sóma Sigurgeir
situr einn í ráðum
stjórnar búi stálafreyr
stillt með hyggni og dáðum.
 
Mestri  reglu Markús ann
mjög að sínu hyggir,
fyrir verk sín virðist hann,
Vals- á strýtu byggir.
 
Má svo geta Magnúsar
marinn við óstaður
hyggur að búi Heylækjar
hann er jafnan glaður.
 
Jón, sem Heylæk heima á
hann má gjarnan virða,
að sér mega aðrir gá
efnin betur hirða.
 
Stóra búið stundar rétt,
stjórnin bilar eigi,
sómi er í sinni stétt
Sveinbjörn bóndi á  Teigi.
 
Eins og bóndinn Arnþór þar
ekki er fundinn víða
góð bústjórn og gáfurnar
gjöra manninn prýða.
 
Hann Ólafur hugarstór
hreysti þannig fórnar.
Heimilinu er hlunnajór
heiðarlega stjórnar.

Guðmundar ég geta vil,
glaður mjög í tali,
það á margur minna til
menn þó færri ali.
 
Í Miðkoti situr Sveinn
sóma vafinn skrúða,
lifir glaður, lyndishreinn
listamennið prúða.
 
Bollakotið bæta mun
bezt og eigum safna
Jón, í allri ástundun
á sér fáa jafna.
 
Ævinlega ánægður
aldrei stærilátur
engan styggir Ólafur
í elli sinni kátur.
 
Sveinn á Grjótá glöggt með sann
geðprúður og væginn
vinnur margra hylli hann
hreinlátur og laginn.
 
Á  Arngeirsstöðum einn með hug
öll kann ráðin vanda
Þorleifur með þrek og dug
og þjóðarhollan anda.
 
Á Kirkjulæk er Bárðarbur
bráðduglegur maður
situr þar hann Sigurður
sífelldlega glaður.
 
Eins er Páll, hann á sitt hrós
eru þannig fáir,
áfram líður eins og ljós
aldrei kvarta náir.

Um Nikulás svo rétt fæ rætt
rekkur gáfnaslyngur
meinin tíðum bezt fær bætt
bóndi og gagnfræðingur.
 
Efli Drottinn efni frjáls
ábúanda þriggja,
þessir kænukorðar stáls
Kirkjulækinn byggja.
 
Öðling telja Markús má
margra bón hann greiðir,
hyggur að smíði halur sá
heilsa þegar leyfir.
 
Fyrir þrifnað Þórði ann
þreks til vinnu nýtur
í umgengni allri hann
orðstír góðan hlýtur.
 
Steínn þar bóndi annar er
orku meður stinna
hefir álits aflað sér
aðra fyrir vinna.
 
Sé þeim aldrei margt til meins
mun þá Drottinn styrkja,
þessir lipru lundar fleins
Lambalækinn yrkja.
 
Vigfús gætir vel að sér,
víst er jafnan stilltur,
móður sinnar aðstoð er
efnilegur piltur.
 
Hygg  ég svo um Helga tjá:
Hittist jafnan glaður.
Reynist ætíð rekkur sá
röskur vinnumaður.

Sigurðar svo get við glans,
glögg eru víða merkin.
Trúast máli tala hans
túnasléttu verkin.
 
Þannig lýsi Þorgeiri:
Þegnum dæmin gefur,
í orði og verki vandaðri
varla fundist hefur.
 
 Annast bú sitt ekki sljór
efnum meður vænum
sómabóndinn Sigurþór
situr á Kollabænum.
 
Fnllgott orð hann fær sér tryggt
fyrr með huga glöðum,
Oddur borinn Benidikt
býr á  Tumastöðum.
 
Góðri fræði Guðjón ann
grundar margt og skilur
verkin bera vott um hann
varla það sig dyIur.
 
Guðjón séður gætir að
gæfu meður ríka
Vatnsdalsbúið vitnar það
og vinnuhjúin líka.
 
Jón með greind og góða sál
gætinn lundur skíða
hans er lengi metið mál
manna á fundum víða.
 
Guðna svo ég gætinn finn
gefst honum margt til sóma,
auðnuslyngur, orðheppinn,
með efni mjög í blóma.

Jón er bóndinn þriðji þar
þann um svo skal yrða
veitast mun til virðingar
vönduð orð og hirða.
 
Jón þar fjórði í flokknum er
fremur gætinn drengur
hefir eigna aflað sér
ágætlega gengur.
 
Góður drengur, geðprúður
gamans yrðir svörum,
aldrei kvartar Ólafur
yfir sínum kjörum.
 
Alla, Drottinn, annist þú
og illum fríir sköðum,
þessa frjálsa er flytja bú
fimm á Torfastöðum.
 
Þá er Guðni Guðmundsbur
giftur stálarjóður
lyndishýr og liðugur
líka dagfarsgóður.
 
Sigurður er sóma ann
sérhvað er til þarfa
með greind og ráði grundar hann
gegnir sínum starfa .

Á Sámsstöðum situr kjur
síst á greiða tregur,
í útvegunum annmældur
Ívar karlmannlegur.
 
Árni prýðir allt hjá sér
er fá lýðir metið,
hagur smíðar, hauður sker,
hans er víða getið.

Sámsstöðum þeir sitja á
sómabændur glaðir,
annist þessa alla þrjá
okkar himnafaðir.
 
Mesti er sómamaður Jens,
munu flestir reyna,
vel þeir róma verkin hans,
veitir gestum beina.
 
Eggert mestan mann ég fann,
meður trúnað vinnur,
enginn prestur eins og hann
orðum búning finnur.
 
Í Háakoti sitt um sér,
sæmiIega gengur,
að margra dómi Magnús er
myndarlegur drengur.
 
Í Bjargarkoti býr hann Steinn
bezt hann svo ég kenni
laginn, skýr og lyndishreinn,
lipurt gæðamenni.
 
Kristján góðu ávallt ann
eins og breyta megum,
mörgum hefir manni hann
miðlað af sínum eigum.
 
Aldrei hittist Ísleifur
öðruvísi en glaður,
hagur, skemmtinn, hæglátur,
hann er bezti maður.
 
Góði bóndinn Guðmundur
gæfu vafinn hjúpi
er með sóma aldraður
annast bú á Núpi.

Guðmundur þar græðir föng
gætir alls með prýði,
stjórnar búi, stýrir söng
stálaverinn fríði.
 
Mælsku þrýtur mína vör
að mynda óðinn slynga,
en aldrei þrjóti auðnukjör
allra Fljótshlíðinga.
 
Svo ég ljóðin læsi inn,
læt svo braginn ganga,
þennan óðinn þyljið minn
á þorradaginn langa.
 
Tímann skal ég telja þér
svo tvennum fari ei sögum:
Nítján hundruð ártal er,
árin tólf og fjögur.
 
Ferhendurnar framboðnar
fólk að hressa um vökur
framleiðendum Fljótshlíðar
flyt ég þessar stökur.