Bændavísur á Rangárvöllum 1944 | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Bændavísur á Rangárvöllum 1944

Fyrsta ljóðlína:Hið fjórða ár á fimmta tug
Viðm.ártal:≈ 1950
Hið fjórða ár á fimmta tug
firða tel ég snjalla
sem halda bú með hreysti og dug
í hreppnum Rangárvalla.

Fljóða ást af firðum er
flestum talin mikið lán,
en Gísli í Odda unir sér
ágætlega konu án.

Ekki er fum á örvagrér
engum sá til baga
í hárri elli unir sér
Eiríkur í Kraga.

Er til ferða ótrauður
út sá póstinn flytur,
í Langekru Ísleifur
ötull búið situr.

Á Vindási vaskur Jón
verkum sinnir glaður,
hans ég tel það helzta tjón
að hann er ókvongaður.

Til allra verka ágætur
alltaf hýr og brosmildur
ekki er maður ágengur
á Sólvöllum Guðmundur.

Á Selalæknum situr hann
sá Jón Gauti heitir,
og með blóma bezt sem kann
bústjórnina veitir.

Í Varmadalnum Bogi býr,
baga má það telja
ef ekki vill sá álmatýr
eiginkonu velja.

Í Varmadal með vænni frú
virðar segja að Óskar nú
reki mesta myndarbú,
má þeim verða að sinni trú.

Á Gaddstöðum búi býr
býsna dugleg kvinna,
Ingibjörg hún heitir hýr,
hana vil ég kynna.

Á Helluvaði búi býr
bóndi sinnisglaður
Gunnar Erlends, hugar hýr
hesttamningamaður.

Í Nesi hraustur halur býr
handlaginn má kalla
Gunnar Jóns, í geði hýr
greiðvikinn við alla.

Í Ketilhúsahaga nú
hraustur Kristinn stjórnar,
sitt að auka og efla bú
öllum kröftum fórnar.

Einn þar Skúli yrkir bú
með orku römmum tækjum,
tveir sem áður áttu bú
á Geldingalækjum.

Sá á Heiði seggur býr
sómamaður valinn
Oddur Oddsson hugarhýr
hagleiksmaður talinn.

Þings á skálum þessi býr
þrátt með prýði snjalla
Sigurður er halur hýr
hefur fáa galla.

Frá EngiIbert ég inna kann
oft hefir þyrstum svaIað. .
Má um aðra aldrei hann
illa heyra talað.

Í Bolholtinu byggir nú
Böðvar sinnisglaður,
vel um hugsar halur bú
hagsýnn verkamaður.

Í Svínhaga, mega seggir trúa
sízt ég muni þessu ljúga
Með móður sinni börnin búa,
bezt að henni i elli hIúa.

Í Hólum unir Haraldur,
hefir reist þar bæinn,
glaðlyndur og gunnreifur,
grenjaskytta laginn.

Hæst í Næfurholti ber
hreysti og manndómsþróttinn,
fyrir talin ekkjan er
Elín Guðbrandsdóttir.

Í Haukadalnum halur býr
heldur snar að bragði.
Magnús prúði, hugarhýr
hendur þar að lagði.

Í Selsundinu seggur einn
situr bú með snilli
Þorsteinn Björnsson hugarhreinn
hlýtur lýða hylli.

Sigurjón í Koti kann
kindum vel að smala,
ókvongaður enn er hann
um það firðar tala.

Í Gunnarsholti græðist fé
gengur að verkum hraður,
Jón Egilsson ég ykkur té
er stórhuga maður.

Á Hróarslæk býr halur sá
hugarskýr að vonum,
Guðmundi ég greini frá,
gæfa fylgir honum.

Hvað sem veröld víða snýst
virðar þekkja halinn
Jón á Reyðarvatni, víst
verksnillingur talinn.

Feiminn jafnan fyrir sér
fljóðin ungu virðir,
á Fossi Óskar unir sér
afbragðs kindahirðir.

Á Rauðnefsstöðum býr hann Björn
bóndinn stórgáfaður,
hefir í máli hverju vörn,
hýr og lyndisglaður.

Á Þorleifsstöðum situr sá
Sigurþór, nú inni ég frá
heyrt hef ég að hagur sé
að hamra bæði járn og tré.

Tómas Sigurðsson er nú,
sitt á Reynifelli bú
af röggsemd mestu rækir hann,
rekkar telja gætinn mann.

Gömlum fræðum heldur hann
til haga öðrum meira,
Skúli á Keldum, mætur mann
margt sem hugsar fleira.

Heim að sækja halur er
hýr og viðmótsþýður,
til verka knár með kappi fer
Keldnabóndinn Lýður.
 
Á Stokkalæknum stundar bú
stöðugt lyndisglaður
Egill Jónsson er þó nú
orðinn gamall maður.
 
Á  Minna-Hofi Magnús býr
meður prýði snjalla,
heim að sækja hress og hýr
höfðingi við alla.
 
Mér að lýsa manni þrátt
má ei fara úr hendi ver,
Guðmundur á Hofi hátt
höfuð yfir aðra ber.

Inni ég brögnum Boga frá
bóndi valinn mætur
Kirkjubæjum báðum á
bú sitt standa lætur.
 
Barnafræðslu hefir um hönd
heldur sinnisglaður
Frímann heldur hús á Strönd,
hann er sómamaður.
 
Á  Ströndu minni bóndi býr
bráða hagur maður,
Sigurþór á svipinn hýr,
sízt í bónum staður.
 
Seggur þessi dáðadýr
dags í anna sýsli
á  Lambhögunum báðum býr
búi sínu Gísli.

Í OddhóI sínu búi býr
bændahópinn prýðir
Frímann ÍsIeifs, haIur hýr
hraustan þekkja lýðir.
 
Á Uxahryggnum öðrum býr
ei til verka staður
Guðmundur, í geði hýr
greiða og sóma maður.
 
Einatt bragnar sjá hann Svein,
sízt er við hann gæfan stygg
viIItan temja hófa hrein,
hefir bú á Uxahrygg.
 
Hreppsfélagi hann er nýr
honum frá ég tjái,
í Galtarholti Guðjón býr,
góðu um hann spái.
 
Páli eg nú inni frá.
Allir þekkja að góðu hann
Fróðholtinu eystra á
ötull búi stjórna kann.

Guðný sínum sonum háð
samt í framtíðinni
munu falin fyrirráð
í Fróðholtshjáleigunni.

Þorsteinn Sigmunds heitir hann
hygginn sómamaður,
um Vestra-Fróðholts fetar rann
fremur sinnisglaður.
 
Einn er haIur hár og sver
hygg ég óspart noti
vizkulind er varIa þver
Villi í Bakkakoti.

Má og líta Magnús hér
mætan dreng að vonum,
burðastór og býsna sver
býr í Ártúnonum.