Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Búendavísur í Skeiðahreppi *

Fyrsta ljóðlína:Ófeigsniður, örvalundur
Viðm.ártal:
Ófeigsniður, örvalundur
er í Fjalli Guðmundur.
Fé um smalar fríðar grundir
fólki hann er ágætur.
 
Guðríður er gefnisspjalda
göfug, snilldum útbúin.
Mun og þessi mörkin falda
mætan prýða bústaðinn.
 
Vesturpartinn verkahraður,
vitur, forsjáll, drenglyndur.
Rausnarbóndi, réttsýnn maður
rekkum hjá hann Guðmundur.

Ingibjörg hans auðarhlíðin
alIra lýða hrósið fær.
Listir fríðar, fjörs um tíðir
fremd og prýði nær og fjær.

Burðarhraður,  mætur  maður,
mun á Húsatóftum sá.
Þorsteinn glaður, góðættaður,
gestum einatt taka má.

Að Framnesinu fer ég þaðan
að finna Sigurð Haraldsson.
Sómamann með svipinn glaðan
sífellt góðs er þaðan von.

Jarþrúði má jafnan unna
ég veit það hvað henni ber.
Fríðleikskvinna, folda nanna
feiknarlega vel að sér.

Á Birnustöðum burði þreytir
bragna sá fær tíðum lof.
Kristbjörn heitir, kröftum beitir
kannski stundum samt um of.

Álfsstöðum á Ketill kunni
kjósa snotra auðar-brú.
Henni víst hann áður unni
er það Kristín dugleg sú,

Ósabakka Sveinn á situr.
Síst er neyð að koma þar.
Yfir ána fólk hann flytur,
sem fjarska er oft til hindrunar.
 
Auðbjörg hans hin unga kona
öllum veitir kærleiksyl.
Inn þeim býður, vil ég vona
og veitir það sem hefur tiI.
 
Þórð má bónda þrekinn kalIa
þessu næstan Reykjum á.
Glaður sitthvað gerir spjalla
gerir bón svo fljótt sem má.

Kunnug hans er kyrtla-hrundin,
kurteis gefur þýðleg svör.
Guðrún heitir, létt í lundu
lífsins meður þrek og fjör.

Burðarhraður,  mætur  maður,
mun á Húsatóftum sá.
Þorsteinn glaður, góðættaður,
gestum einatt taka má.

Tvær á dætur fagrar, fríðar,
flestum líst þær mjög vel á.
Katrín, Þórdís brá á blíðar
búið stunda og veita umsjá.

Í vesturbænum vænn er maður
virðar greina það með sann.
Eyjólfur er gætinn, glaður,
góðsamur við náungann.

Guðrún hans er göfug hrundin,
gerir prjóna lýðum hjá.
Hennar hvíta mjúka mundin,
mettar börnin stór og smá.
 
Loftur maður ljósa arma,
lipur á Húsatóftum er.
Gleðin skín um glaða hvarma,
gullsól trúlofaður er.
 
Kristín hans er kyrtla-hlíðin,
kvinna sú í Ossabæ,
Bestum vafin blóma og prýði,
betur séð ei annað fæ.

Hlýt ég fara að Hlemmiskeiði,
heima er Bjarni  járn að  slá.
Liðs til fljótur gerir greiða
gjörla reiða má sig á.
 
Ingveldur hans ekta kvinna
á hún börnin stór og smá.
Búi stóru bætur vinna,
býsna lítínn frítíma á.
 
Þorgeir vestur byggir bæinn,
bóndi góður víst hann er.
Verka dyggur við það laginn,
vel því aukast hagsmunir.

Vilborg hans er vegleg kvinna
vitur, skýr í hverri grein.
Mörgu verður sú að sinna
silkirein er tíðum ein.

Á Brjánsstöðum er beimur svinnur
bóndi glaður, heitir Jón.
Með dugnaði mikið vinnur
mörg á börn, en engin hjón.

Helga meður hyggju prúða
höppin viður stór og smá.
Fögur eikin skarlatsskrúða
skín oft gleði á hennar brá.

Greindur búi góðu stýrir,
Guðni Votumýri frá.
Rekkur sá hinn dáðadýri
drengskap ekki Iiggur á.
 
Guðbjörg honum geðjast hefur,
gerist það í blóma vífs.
Annast hana og að sér vefur
í öllum þrautum mannlegs lífs.
 
Býr Guðmundur Blesa- á stöðum
barnafjölda um hann sér.
Með dugnaði og huga hröðum
heldur þá og uppbyggir.
 
Kristín vafin kvennprýðinni
kona viður störf ósmá,
Verður að hafa margt í minni
að megi búið staðist fá.
 
Skeiðháholti í skatnatali
skarpur Bjarni hreppstjóri.
Mikilsvirtur manna í vali,
merkis sveitarhöfðingi.
 
Guðlaug meður góðar mundir
gleður einatt snauðan lýð.
Farsæl viður fjörsins stundir.
Fljóðið systir Páls í HIíð.
 
Annar þar mun bóndi búa,
 af brögnum hann er nefndur Jón.
Auði að sínum allvel hlúa,
ekkert svo að bíði tjón.
 
Jóhanna við störfin styður
stöðugt hann á lífsins braut.
Förgína um fegrust yður
fellur gæfan þeim í skaut,
 
Einn er Gestur meðal manna
mikils virtur búandinn.
Á Kálfhóli sæmd með sanna
sést þar margur gesturinn.

Valgerður með virðing sanna
víðsæld lýða jafnan ber.
Fögur þessi fingra-manna
frúin húss á Kálfhóli er.

Að Kílhrauni oft koma gestir,
kátum tekur þeim á mót
Guðmundur hinn göfgi besti
greiðafljótur háss á snót.

Auðbjörg hans er ágæt kvinna
æru, snild og dyggðir ber.
Hana ekki met ég minna,
minnst það henni lofsvert er.

Af góðum sjóði, geðs um slóðir
gáfna fróða hana sé.
Eins og móðir, bestur bróðir,
blíðri þjóð í lætur té.
 
Bóndi er í Borgarkoti
býr hann þar hann Ófeigur.
Harðviðranna í hörðu sloti,
heldur sagður fátækur.
 
Halldóra með hugann hlýja
hans þar styður bústofninn.
Mun og þar við dáðir drýgja
dóttir þeirra menntasvinn.
 
Eg mun fara að Arakoti.
Eru Margrét þar og Jón.
Verð ég ekki á vistaþroti
væn því flestöll eru hjón.
 
Ingimundur íss á grundu
og auðarhrundin Sigurlaug
Um tímans stundir tryggðir bundu
til þess undu saman þaug.
 
Íta með í svinnum sóma
sést Björn Vesturkoti í.
Hirðir sá um helga dóma
hneyksli er ekki neitt í því.
 
Áfram læt ég línu f1akka
lífs þess eru dæmin mörg.
Festi hann sér fríðan sprakka.
Fljóðið heitir Ingibjörg.
 
Merkur bóndi Minni-Valla
mætur öðrum lýðum hjá.
Ketill glaður kann að spjalla
kvenfólkinu hugnast þá.

Dugleg hans er dreglahrundin
drjúg um vinnu kappsöm þá.
Stefanía stjórnsöm fundin
stýrir því með vitri umsjá.

Beimur einn er Björns í Koti
bóndi Jóhann fullorðinn.
Með Ólafíu ofur snotri,
auðs með smáu verkefnin.

Norðurgarðinn nota reyna
nýtur sín þar Valdimar.
Kjörin snotur kvistur fleina
Karl er glaður ásýndar.

Mikilhæf hans menjareyna
sem móðir hennar áður var.
Sigríður með  svipinn hreina,
sómi fríðrar kvenþjóðar. 
 
Andrésfjósa Ingimundur
íta meður sagður þar.
Horskur þessi hjörvalundur
heimili sitt aðstoðar.
 
María hans er menjatróða
mörgum lætur gott í té.
Hugsar vel með  greind svo góða
guðs  um skepnur, menn og fé.
 
Undan háum Hreppafjöllum
hægri Glóru kominn frá.
Sigfús meður sóma snjöllum,
Syðri-Brúnavöllum á.
 
Hann er góður,  gamansamur
gamalmennin ljúfur við,
Síst vill láta að þeim ama.
Aldrei brúkar ljótan sið.
 
Sólheimanna sveitaprýðin
svanni margur þar upp grær,
Lára hans er lindahlíðin
ljúfast honum nær og fjær.
 
Býr á Efri-Brúnavöllum
búi snotru ráða má.
Þorgeir mann vér þennan köllum
þjóðinni vel hugnast sá.
 
Ólöf meður æru knáa
upplitsdjörf með hreina brá.
Handarfróða  hitagnáin
hún er Langholtskoti  frá.
 
Búk  síst hlífir, burða  stífur,
Bjarni drífur verkin stinn.
þúfu klýfur, kekki upp rífur
kátur þrífur spaða sinn.
 
Kná  á rokkinn Kristín spinnur
kona Bjarna víst hún er.
Hann þá vefur hún sem vinnur,
hvað sem meira á eftir fer.

Vorsabænum vænn og svinnur
með virðum talinn Eiríkur.
Dagfarsgóður drjúgum vinnur
drengur tryggur ráðhollur,

Heiðri í mætum, sóma sætum.
Svinnri virt og landsins þjóð.
Kvinnu á rjóða, konu góða.
Kristrún heitir lofsvert fljóð.
 
Þar á Gísli gamli heima
gerir dvelja þar í ró.
Áður þessi ullur seima
uppí Langholtskoti bjó.

Menjabör einn Magnús  heitir.
Miðbýlinu ræður hann.
Skepnum gnægð og gleði veitir,
gjafa sinna neyta kann.
 
Ingibjörg með hugann hýra,
hrundin víra fögur sú.
Greind í ráði góð bústýra
gæfu órýra á þundarfrü.
 
Bóndi knár með burðum sterkum
Bjami talin gildur sé.
Á hann heima í Útverkum,
með ótal hesta, baulur, fé.

Guðrún hans er gullhlaðseyja
gestrisin við sérhvern mann.
Um hana það satt má segja
síst það úr mun telja hann.
 
Eiríkur mun ennþá dvelja
í Útverkunum Bjarna hjá.
Lilju gerði væna velja.
Varð í anda glaður þá.
 
Guðmundur með blíðu bjarta
blessun allri vildi ná.
Ástin brann í hug og hjarta.
Hann er Ingibjörgu sá.
 
Hækkar dagur, dvínar bragur,
deyr út saga fánýt smá.
Verði fagur happahagur.
Hrindi baga öllum frá.
 
Hrundir klæða hér um svæði
hverfi mæðu sérhvert ský.
Ljósið hræða er lét sér blæða,
lífsins gæðurn velja í.
 
Allra þerri angurstárin,
allri greiði úr hattu og neyð.
Allra græði aumra sárin
athvarf þeirra í lífi og deyð.

Öllum lýðum lánið þíðir
og lukkan blíða veiti ásjá
bændur fríða fjörs um tíðir
farsæld prýði vegum á.
 
Alvaldur þá aIla Ieiði,
Til æru greiði sérhvert spor.
Skíni sífellt sól í heiði
sumar, vetur, haust og vor.
 
Biðjið þann sem blessað getur
og blessun sína veitir enn.
Bæði sumar, vor og vetur
verið þið sælir Skeiðamenn.