Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Fárviðrisljóð

Fyrsta ljóðlína:Fólkið hraktist flest um ból
Viðm.ártal:

Skýringar

Ort um fárviðri mikið sem gekk yfir 1981 og olli víða skaða. Um sama leyti gaus í Kröflu.
Fólkið hraktist flest um ból
flettust þökin húsum af.
Þreyttir bílar þutu í skjól.
Þorrinn engum friðinn gaf.

Veðurguðir hlógu hátt
og hýddu margan landann.
Mörgum fannst þá grínið grátt
og gerðu kall á fjandann.

Skrattinn aðeins skók sinn stert
og skrifaði já á töflu
enda gat hann ekkert gert
upptekinn við Kröflu.