Sumardagurinn fyrsti 1993 | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Sumardagurinn fyrsti 1993

Fyrsta ljóðlína:Þú komst sem fyrr og kvaddir dyra hér.
Viðm.ártal:
Þú komst sem fyrr og kvaddir dyra hér
þú komst með von og fögnuð handa mér.
Þú komst í morgun sunnan yfir sæ
og settist að í þessum litla bæ.
Þú vorsins blær sem bætir allra hag
og breytir myrkri nótt í langan dag.
 
Ég fagna þér og hylli góðan gest
sem gleðiboðin hefur kunngjört flest.
Eitt lítið blóm er lífsins dómur nýr
hvert lamb, hvert fyl er sífellt ævintýr.
Nú fyllist loftið allt af ljúfum söng
sem lofar drottin sumardægrin löng.