Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Vísur jólasveinsins

Fyrsta ljóðlína:Fyrir löngu var ég lítið barn.
Viðm.ártal:

Skýringar

Flutt á kvöldvöku í útvarpi á nýjárskvöld 1982.
Fyrir löngu var ég lítið barn
ljúft var þá að mega
ærslafullur, gleðigjarn
glæstar vonir eiga.

Löngum var mér létt um spor
léku bros um vangann.
Ljósrar nætur vaka um vor
veitti blómaangan.

Marga lilju, marga rós
minningarnar geyma.
Mislit kerti og lítil ljós
er lýstu bæinn heima.

Við þau ljós og ljúfa yl
læt ég hugann dvelja.
Litlar hendur, lítil spil
lærðu að gefa og telja.

En ég vissi ekki þá
eins og nú um jólin
að æskuvonir falla frá
og falist getur sólin.

Þegar ævi þyngjast spor
því er gott að una
eftir liðin æskuvor
að eiga minninguna.

Þó fótstirð ellin fylgi mér
skal fyllstu orku neyta.
Ennþá hvar sem æskan fer
á ég styrks að leita.