Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Vor

Fyrsta ljóðlína:Þó í bili skefli í skjól
Viðm.ártal:
Þó í bili skefli í skjól
skammvinn hretin dvína
húmið þokar, hækkar sól
í heiði göngu sína.

Það er löngum sælt að sjá
svellin hjaðna af tindum
þá veitist hverri vaxtarþrá
vor í ótal myndum.

Syngja fuglar sætum róm
á svifi um bláan geiminn,
ofurlitil brekkublóm
brosa ung og feimin.

Við skulum fjarri veðragný
að vorsins angan leita,
er blað og króna baðast í
blænum sólar heita.