Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Litlu konungshjónin

Fyrsta ljóðlína:Við lítinn sjóla svartan
Viðm.ártal:
Við lítinn sjóla svartan
um sumarmorgun  bjartan
sér lítildrottning  leikur.
Og ljúft er honum að líta
á lokkinn hennar hvíta.
Það yndi honum eykur.

En vald hans um völl og haga
varir fáa daga,
fjör hans og frjálsu spor.
Að haustnóttum fjólur falla,
og forlögin snerta alIa,
er lifðu hið ljósa vor.