Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Réttarvísur

Fyrsta ljóðlína:Í réttum yljar góðlátt grín
Viðm.ártal:
Í réttum yljar góðlátt grín
gamlir koma og ungir vinir.
Einnig þeir sem varast vín
verða glaðir eins og hinir.

Í réttunum var risið hátt
og reisn við Evudætur.
Sumar fengu sinadrátt
seinni hluta nætur.

Bakkusþegnar brýndu raust
blandaða níði og hrósi.
Ástin virðist óttalaust
aka á rauðu ljósi.