Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Litla flugan

Fyrsta ljóðlína:Lækur tifar létt um máða steina
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Af Safnplötunni Svona var 1952. Íslenskir tónar.
Lagið samdi Sigfús Halldórsson.
Texti fenginn á Guitarpary.com.
Í endurminningurm sínu segir Sigurður frá því að hann hafi samið ljóðið þegar hann lá veikur af mislingum. Hann páraði það á blað og lagði síðan inn í bók sem fór upp í hillu. Sigfús Halldórsson, vinur hans, kemur seinna í heimsókn og er eitthvað að sniglast í skrifstofu Sigurðar og fer að skoða bækurnar. Inni í einni bókinni finnur hann ljóðið og þykir það gott. Sigurður samþykkir það ekki og segir þetta   MEIRA ↲
Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.

Ef ég væri orðinn lítil fluga,
Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.