Hákon Finnsson, Borgum í Nesjum. | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Hákon Finnsson, Borgum í Nesjum. 1874–1946

EITT LJÓÐ — TVÆR LAUSAVÍSUR
Hákon var fæddur á Brekkum á Rangárvöllum. Brekkur fóru í eyði sökum sandfoks. Leystist þá fjölskyldan upp og ólst Hákon upp á ýmsum bæjum á Rangárvöllum. var í vinnumennsku fram á þrítugsaldur, fyrst á Rangárvöllum, síðan norðanlands og austan. Útskrifaðist eftir tveggja vetra nám úr Möðruvallaskóla vorið 1898. Stundaði barnakennslu á Fljótsdalshérði. Dvaldi í Danmörku, Englandi og Skotlandi frá 1904-1906. Rak ungmennaskóla á Seyðisfirði og á Héraði. Bóndi á Arnhólsstöðum í Skriðdal 1910-1920, síðan bóndi á Borgum í Hornafirði, þar sem hann gerði góðbýli úr lítilli jörð. Skrifaði greinar í blöð og tímarit og gaf út bókina "Saga smábýlis". Kona Hákonar var Ingigerður Guðmundsdóttir frá Hraunbóli á Brunasandi.

Hákon Finnsson, Borgum í Nesjum. höfundur

Ljóð
Brúðkaupsvísur ≈ 1900
Lausavísur
Samkoman enduð er
Æðrumst bræður ekki þó