Oddgeir Guðjónsson, Tungu í Fljótshlíð | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Oddgeir Guðjónsson, Tungu í Fljótshlíð 1910–2009

FIMM LAUSAVÍSUR
 Foreldrar Oddgeirs voru Guðjón Jónsson (1872-1952)  og Ingilaug Teitsdóttir (1884-1989) í Tungu. Kona Oddgeirs var Guðfinna Ólafsdóttir (1922-2008) ljósmóðir frá Syðra-Velli í Flóa. Oddgeir var ungur til sjós en síðan lengi bóndi ó Tungu. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. Oddgeiri var veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fræðastörf og eflingu íslensks handverks árið 2003.

Oddgeir Guðjónsson, Tungu í Fljótshlíð höfundur

Lausavísur
Atkvæðaveiðin er erfið og ströng ≈ 1980–1990
Ánægður klerkur við amstur og puð
Oft mig seiddi aldan blá
Vetur grái er farinn frá
Vorið blítt um bala og hól