Guðmundur Torfason, prestur Hruna, Torfastöðum og víðar | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Guðmundur Torfason, prestur Hruna, Torfastöðum og víðar 1798–1879

EIN LAUSAVÍSA
Foreldrar Torfi Jónsson pr. Breiðabólstað í Fljótshlíð og k.h. Ragnhildur Guðmundsdóttir. Nam í Bessastaðaskóla, en þótti hyskinn og fljótfær, en þó hreinn og hrekklaus. Vígðist sem aðstoðarprestur 1824 að Skúmsstaðaþingum. Hann var drykkfelldur og svakafenginn en mjög vel látinn, síkátur og fjörugur. Hann fékk Miðdal 1847 og Torfastaði 1860 og lést í Torfastaðakoti. Hann var skáldmæltur og til fjöldi kvæða eftir hann í handritum. Heimild: Íslenskar æviskrár II, bls. 186.

Guðmundur Torfason, prestur Hruna, Torfastöðum og víðar höfundur

Lausavísa
Þá var riðið Þá var slegið