Bragi Jónsson Hoftúnum í Staðarsveit (Refur bóndi) | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Bragi Jónsson Hoftúnum í Staðarsveit (Refur bóndi) 1900–1980

SJÖ LAUSAVÍSUR
Bragi var fæddur í Reykjavík árið 1900. Foreldrar hans voru Jón G. Sigurðsson bæjarfógetaritari og k.h. Guðrún Þorsteinsdóttir. Hann flutti þriggja ára gamall með foreldrum sínum að Hoftúnum og bjó þar alla tíð síðan. Bragi var þekktur hagyrðingur og notaði skáldanafnið Refur bóndi. Bragi gaf út fjölmargar ljóðabækur auk þjóðlegs fróðleiks. Má þar nefna Neistar árið 1951, Hnútur og hendingar I og II. Neistar nýtt safn 1955. Hnútur og hendingar III 1957. Neistar úrval 1960. Mislitar línur I 1966 og Mislitar línur II 1967

Bragi Jónsson Hoftúnum í Staðarsveit (Refur bóndi) höfundur

Lausavísur
Eigi má þeim ætíð lá
Leggist að oss ellin grá
Lífið hefur langa hríð
Oft þá meyja manni brást
Til eru dæmin tvenn og þrenn
Öll við hreykin erum nú
Öllum þeim sem óska þess