BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Staðtölur

2631 ljóð
1930 lausavísur
645 höfundar
1070 bragarhættir
592 heimildir

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar

28. feb ’21
28. feb ’21

Vísa af handahófi

Þar í góðu gengi drengur
glaður var til næsta dags.
Gafst á meðan mengi fengur
margrar sögu og skemmtun brags.
Sveinbjörn Beinteinsson

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Rímur af Flóres og Leó – tíunda ríma
1 Þó mig blíð hér nistils niftin
neyði um Sónar föng,
má ei fríð þér dúka driftin
dœgur stytta löng.
 
2 Eg þó leiti að Frosta föngum,
falda skorðin trú,
fram að hreyta Sónar söngum
seint vill ganga nú.
 
3 Lasta skyldi ei ljúflynd sprundin
lýðurinn geðs um bý,
guðs fyrir mildi gullhlaðs grundin
gat oss heiminn í.
 
4 Hógvœr snót er göfug gœði,
guðhrædd, vitur, kát,
sorgar bót fær sá henni næði,
sé hún eftirlát.
 
5 Í ótrú vefur sig ágœt ljúfan
aldrei ljóst né leynt,
við yfirmann hefur eins og dúfan
ástarþelið hreint.

Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld