BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Staðtölur

3127 ljóð
2169 lausavísur
716 höfundar
1101 bragarhættir
670 heimildir

Bragi

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson

Nýjustu skráningarnar

13. apr ’24
26. mar ’24
24. mar ’24

Vísa af handahófi

Rú þig, spú þig, Reykjadal(u)r,
rotin hundahnúta;
þú ert bæði falsk(u)r og fal(u)r,
fjandinn má þér lúta.
Páll Jónsson (Staðarhóls-Páll)

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Til Þuríðar Sveinbjarnardóttur
„Hjarta mitt titrar, það harmurinn sker,
horfinn er ástkæri sonurinn mér,
sá sem til unaðs mér alfaðir gaf
eilífu miskunnar gnægðinni af,
liggur í kistunni liðinn.“

2. „Sá eg hinn fegursta blikna, sem blað
á blómstilk, sem frosta er snortinn af nað,
bað eg minn drottin að frelsa hans fjör,
en flúið er lífið af nábleikri vör
nú sem að kyssi eg kalda.“

3. Móðir! sem þannig nú syrgir þinn son,
soninn hinn fríða og ættmanna von,
láttu ei harminn svo hjarta þitt þjá,
að hryggðar úr dimmunni megir ei sjá
huggandi himinljós tindra.

4. Minnst þess að eldheita brjóstið sem bar
barnið hið syndlausa, einnig það var
bitrasta harmanna sverðinu sært,
sama því hlutskipti veri þér kært
sem guðsmóðir þjáð varð að þola.

5. Í brjóstinu sonar þíns skína réð skær
skynsemis neistinn svo fagur og tær,
þú vildir hann yxi með aldri og tíð, –
er hann þá slokkinn við helfarar stríð?
Nei, hann í ljósheimi lifir.

6. Nú er hinn ungi við uppsprettu þá,
allar sem spekinnar lindirnar frá
streyma um alheim, en eilífða tjald
frá augum hans tekið, svo litmynda spjald
heilagra hugmynda skoðar.

7. Gott er að eiga sér ágætan nið,
atgjörvi gæddan og prúðmenna sið,
þó er hann maður, og sælli er sú
sem að það hlotnast að vera, sem þú,
móðir að ástkærum engli.

8. Og þegar húmar um haga og fjöll,
en himnanna smáblysin kveikt eru öll
á ljósskýi engillinn líður, og sér
landið hið flata, og blíðlega tér:
„móðir, þú mátt ekki gráta!“


Jón Thoroddsen