BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Staðtölur

3127 ljóð
2169 lausavísur
716 höfundar
1101 bragarhættir
670 heimildir

Bragi

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson

Nýjustu skráningarnar

13. apr ’24
26. mar ’24
24. mar ’24

Vísa af handahófi

Hugleiðingar
rímaðar á gamlárskvöld 1935*

Þetta árið margir muna,
mjöll og bárur ollu grandi,
flakir í sárum fólk af bruna,
falla tárin óstöðvandi.

Blessaðu árin — bið ég hljóður —
bægðu fári elds og hranna,
þerraðu tárin, Guð minn góður,
græddu sárin þjáðra manna.

—  —  —

*Hinn 14. desember 1935 gerði fárviðri, sem olli víða mannskaða og eignatjóni. Alls fórust 25 menn. Fé fennti víða og hrakti í sjó og vötn.
Þrír sveitabæir brunnu til kaldra kola og eitt hús á Siglufirði. Á Sauðárkróki fórust tveir bátar með alls sjö mönnum, og auk þess varð úti bóndi á Reykjaströnd.
Ísleifur Gíslason

Bragarháttur af handahófi

Dæmi:
Engan drengur annan svanna áður hitti
sem að fremur stundir stytti.
Sveinbjörn Beinteinsson, Háttatal, bls. 73 – 416. vísa